Kæri viðskiptavinur,

Ástandið varðandi Kóróna vírusinn (COVID-19) heldur áfram að breytast daglega og við fylgjumst náið með þróuninni varðandi faraldurinn. Við fylgjum í hvívetna ráðleggingum embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra varðandi okkar starfsemi.

Í ljósi þess langaði okkur að segja þér frá því að Rubix er áfram opið og tilbúið til að þjónusta þig sem best við getum. Það er mikilvægt að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast og við erum að leggja okkar af mörkum til þess um alla Evrópu. Við erum í nánu samstarfi með okkar birgjum til að lágmarka hnökra sem kunna að verða og að tryggja áframhaldandi framboð á vörum og þjónustu. Við nýtum til þess okkar reynslu af samskiptum við birgja og framleiðendur víðs vegar um heiminn.

Við viljum hvetja þig til þess að hafa samband við okkur og ræða við okkur hvernig við getum aðstoðað þinn rekstur gegnum þetta ástand.

Kórónavírus – Spurt og svarað fyrir viðskiptavini

Viðskiptavinir hafa komið með margar góðar spurningar uppá síðkastið vegna kórónavírusins og hvernig hann er að hafa áhrif á reksturinn, þjónustuna, starfsfólkið og birgjana okkar. Hér að neðan höfum við tekið saman algengustu spurningarnar og svörin við þeim. Ef þú hefur aðrar spurningar þá getur þú sent okkur tölvupóst á rubix.is@rubix.com. Við munum þá annað hvort svara þér beint þar eða jafnvel uppfæra listann hér að neðan með þinni spurningu.

  1. Munu starfsmenn halda áfram að heimsækja viðskiptavini til að fylla á sjálfsala ? Svo framarlega sem aðgangur að vinnusvæðinu sé heimill þá munum við áfram fylla á sjálfsala.
  2. Munu viðskiptavinir halda áfram að fá vörur sendar til sín ? Já, við munum afgreiða vörur frá okkur eins og venjulega.
  3. Hvað gerist ef viðskiptavinur vill ekki kvitta fyrir pakka vegna smithættu? Við gerum okkur grein fyrir því að viðskiptavinir geta verið óöruggir við að kvitta fyrir vörum á snertiskjám eða nota ritföng sem aðrir færa þeim á þessum tímum. Við biðjum þó um að móttaka sé staðfest með því að kvitta á pappírana og bílstjórinn getur tekið mynd af því til þess að taka með sér til baka.
  4. Hvar get ég nálgast upplýsingar varðandi vörur sem eru mjög eftirsóttar í þessu ástandi, t.d. andlitsgrímur og handhreinsiefni ? Framboðið á þessháttar vörum er að einhverju leiti háð skuldbindingum okkar til viðskiptavina og svo stefnu stjórnvalda í þeim löndum sem birgjarnir okkar eru staðsettir. Hafðu samband við okkur varðandi þetta til þess að fá nýjustu upplýsingar hverju sinni.
  5. Hvernig get ég séð lagerstöðu af vörum sem eru mjög eftirsóttar í þessu ástandi, t.d. andlitsgrímur og handhreinsiefni ? Þú getur séð lagerstöðuna með því að skoða vefverslunina okkar eða haft samband við sölumann sem getur flett henni upp fyrir þig. Á sumum svæðum hafa þessar vörur verið teknar frá fyrir heilbrigðisfólk eða að ósk stjórnvalda en sá lager sem er tiltækur hverju sinni er sýnilegur í vefverslun.
  6. Eru enn að berast pantanir frá vörudreifingamiðstöðvum Rubix ? Já þær eru enn að berast og enginn vandamál þar.