MANNAUÐSSTEFNA

Framtíðarsýn Rubix á alþjóðavísu er „ To be a technical customer intimate company „ og til þess að ná því leggur Rubix mikla áherslu á mannauðinn. Á Íslandi leggur Rubix áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður vel og þróist í starfi innan fyrirtækisins enda er hugvit og mannauður helstu áherslur Rubix á alþjóðavísu. Mannauðsstefna Rubix nær til allra starfsmanna og er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir hana falla einnig jafnréttisstefna sem inniheldur jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun sem og stefnu í eineltis- og öðrum ofbeldismálum.

Ábyrgð:

Stjórn hefur samþykkt mannauðsstefnuna. Mannauðsstjóri ber heildarábyrgð á innleiðingu hennar. Innleiðing mannauðstefnunnar er þó í höndum auk mannauðsstjóra, annarra stjórnenda með mannaforráð sem bera sameiginlega ábyrgð á innleiðingunni. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Rubix á Íslandi.

Tilgangur:

Tilgangur mannauðsstefnunnar er að vera stjórn og stjórnendum til leiðsagnar um vinnubrögð í starfsmannamálum, og starfsmönnum til upplýsinga um það hvers megi vænta af Rubix sem vinnuveitanda.

Gildi:

Gildi Rubix á alþjóðavísu eru eftirfarandi:

  • Við erum heiðarleg (e. Act with Integrity)
  • Við tökum ábyrgð og framkvæmum (e. Own and take action)
  • Við erum forvitin (e. Stay Curious)
  • Við gefumst ekki upp (e. Never Settle)
  • Við fögnum fleiri viðhorfum (e. Embrace perspectives)

Gildin eru grunnur mannauðsstefnunnar og segja til um æskilega hegðun af hálfu allra aðila innan Rubix.

Við erum heiðarleg gagnvart samstarfsmönnum og samstarfsaðilum. Við erum traust og stöndum við skuldbindingar okkar. Við stundum fagmennsku hvívetna í öllum okkar gjörðum.

Ráðningar:

  • Rubix leggur áherslu á að allir starfsmenn hafi ráðningarsamning þar sem fram koma upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanns auk ráðningarkjara.
  • Yfirmenn bera ábyrgð á ráðningu starfsmanna innan síns sviðs í samráði við mannauðsstjóra.
  • Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á ráðningu stjórnenda.
  • Í ráðningu í stjórnunarstörf skal horfa til kynjahlutfalls, og ef um jafn hæfa einstaklinga er að ræða skal horfa til þess kyns sem hallað er á.
  • Stjórn ber ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra.
  • Við ráðningu skal nýjum starfsmönnum kynnt mannauðsstefnan, fjarvistarstefnan, réttindi og skyldur, öryggismál, mikilvægi sölu og þjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Nýir starfsmenn:

  • Við ráðningu skal nýjum starfsmönnum kynnt mannauðsstefnan, fjarvistarstefnan, réttindi og skyldur, öryggismál, mikilvægi sölu og þjónustu svo eitthvað sé nefnt.
  • Þjálfun nýliða fer almennt fram á vinnustöðinni
  • Nýliðakynning skal fara fram innan mánaðar eftir að starfsmaður hefur störf, framkvæmd af mannauðsstjóra og yfirmanni
  • Nýjum starfsmanni skal úthlutaður leiðbeinandi úr hópi samstarfsmanna, til að annast leiðsögn, auk yfirmanns.

Þjálfun og starfsþróun:

  • Rubix hvetur starfsmenn sína til starfsþróunar, m.t.t. þarfa starfsmannsins og fyrirtækisins, ef það leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar.
  • Rubix er hlynnt sí- og endurmenntun starfsmanna og hvetur starfsmenn sína til að sækja þá fræðslu sem hann getur nýtt sér í starfi og eflir hann sem starfsmann.
  • Sem hluti af sí- og endurmenntun starfsmanna hvetur Rubix Ísland starfsmenn sína til að sækja reglubundið námskeið af vef Rubix University.
  • Rubix leggur mikla áherslu á öryggi starfsmanna sinna og samstarfsaðila og veitir fræðslu um ábyrga öryggishegðun og viðbrögð við slysum.
  • Frammistaða í starfi:

  • Góð frammistaða í starfi er skilyrði fyrir áframhaldandi starfa hjá Rubix.
  • Frammistöðusamtöl eru framkvæmd árlega og eru á ábyrgð stjórnanda á hverjum stað í samráði við mannauðsstjóra.
  • Slök frammistaða getur leitt af sér áminningu, sem síðan getur leitt til brottvikningar, jafnvel án uppsagnarfrests ef um er að ræða alvarlegt brot.
  • Almennt skal gefa munnlega áminningu fyrst, svo starfsmenn hafi tækifæri til að bæta sig.
  • Heilsa og öryggi:

  • Rubix kappkostar að tryggja örugga vinnustaði og þjálfar reglulega alla stjórnendur á vinnustöðum í ákvæðum vinnuverndarlaga, í fyrstu hjálp og í slysavörnum sem og kröfum Rubix á alþjóðavísu.
  • Stefna Rubix er að sýna starfsfólki tillitssemi við langvarandi veikindi, með því að gera mönnum auðvelt að snúa til baka, til dæmis í minna starfshlutfalli.
  • Rubix aðstoðar starfsmenn sem lenda í langtíma veikindum með góðu samstarfi við sjúkrasjóði stéttarfélaga, í þeim tilfellum sem veikindaréttur hjá fyrirtækinu hefur verið fullnýttur.
  • Starfsmönnum Rubix ber að klæðast öryggisfatnaði og öryggisskóm á þar til greindum svæðum eins og í vöruhúsi Rubix.
  • Veikindafjarvistir eru rýndar fjórum sinnum á ári af mannauðsstjóra. Ef fjarvistir starfsmanns á 6 mánaða tímabili eru 3 eða fleiri skipti og/eða 6 dagar skal yfirmaður boða starfsmann sinn í fjarvistarsamtal skv. verklagsreglu um fjarvistir frá vinnu vegna veikinda og eða slysa nr. 04.03
  • Ef um ítrekuð skammtíma veikindi er að ræða, geta þau leitt til þess að vinnusambandi þurfi að ljúka en áður skal mannauðsstjóri vinna með starfsmanni að lausn.
  • Starfslok:

  • Brottvikning úr starfi verður ekki gerð nema að undangenginni áminningu nema að um brot í starfi sé að ræða. Áminning getur bæði verið munnleg eða skrifleg.
  • Rubix metur reynslu starfsmanna sinna mikils. Því er ekki skyldubundinn eftirlaunaaldur hjá Rubix heldur er það stefna félagsins að gera eldri starfsmönnum kleift að starfa áfram ef þeir óska.
  • Stjórnendur á hverjum stað bera ábyrgð á að ræða við starfsmann, um það leyti sem hann eða hún nær 67 ára aldri, til að leita eftir óskum starfsmanns um hvernig hann/hún vill haga sínum störfum í framhaldinu.
  • Samskipti á vinnustað:

  • Starfsmenn og stjórnendur Rubix sýna gagnkvæma virðingu og fylgja almennum kurteisisreglum á vinnustaðnum.
  • Góður starfsandi er sameiginlega á ábyrgð allra starfsmanna á vinnustaðnum.
  • Mikilvægt er að hverjum einstaklingi sé sýnd virðing og tillitssemi og einelti eða annað ofbeldi er ekki liðið innan Rubix, sjá nánar stefnu þar að lútandi um meðferð eineltismála og annarra ofbeldismála sem er hluti af mannauðsstefnu.